Ný vefsíða!

22. nóvember

Sælir, Stiglar!

Nú hef ég unnið hörðum höndum (í vandræðalega langan tíma) við að búa til nýja vefsíðu frá grunni fyrir nemendafélagið. Nú sér loks fyrir endann á verkefninu, og fyrsta útgáfa er komin upp!

Síðan er enn í vinnslu, og ég stefni á að í annarri útgáfu verði ég búinn vinna úr nokkrum hnökrum í vísindaferðarskráningunni. Þangað til það er komið í lag þá fara skráningar í vísó enn fram á facebook.

Ef þið hafið athugasemdir eða verðið vör við galla á síðunni megið þið endilega senda mér skilaboð.

Kveðja,
Stefán Páll


Auglýsingar


Domino's

Tuborg

Domino's

Hafðu samband!


Ertu með spurningu? Þá ertu á réttum stað! Sendu félaginu facebook skilaboð eða tölvupóst og við munum svara eins fljótt og auðið er!